Alma íbúðafélag hf. heldur lokað útboð á þriggja mánaða óverðtryggðum víxlum (AL 25 0315) og sex mánaða óverðtryggðum víxlum (AL 25 0615) miðvikudaginn 4. desember nk. Víxlarnir eru óveðtryggðir.

Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu og kynningu þess fyrir hugsanlegum fjárfestum.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu samþykktu flötu vöxtum. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum og verða teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Alma íbúðafélag hf. áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Skila skal inn tilboðum á netfangið [email protected] fyrir klukkan 17:00 miðvikudaginn 4. desember 2024. Uppgjör viðskipta fer fram 16. desember 2024.

Get the latest news
delivered to your inbox
Sign up for The Manila Times newsletters
By signing up with an email address, I acknowledge that I have read and agree to the Terms of Service and Privacy Policy.

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c- og d-liðar 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020 um sama efni.

Tilkynning þessi er eingöngu sett fram í upplýsingaskyni og felur ekki í sér né er hún hluti af útboðinu eða boð um kaup eða áskrift á verðbréfum félagsins. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds flokks skuldaskjals eru birt á vefsíðu félagsins: http://www.al.is/company/investors/bond-issuance/.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdarstjóri, [email protected]